Fjallabjörgunarráðstefna

Helgina 30. apríl - 2 Maí n.k. mun Björgunarskólinn standa fyrir ráðstefnu um sprungubjörgun.
Staðsetning hennar hefur verið valin að Varmalandi í Borgarfirði.

Björgunarskólinn stóð síðast fyrir fjallabjörgunarráðstefnu árið 2001 og er það orðið löngu tímabært að endurtaka leikinn þar sem sú ráðstefna tókst alveg prýðilega.

Megin inntak ráðstefnunnar verður eins fram er komið sprungubjörgun. Og munum við notast við Langjökulinn í því samhengi, undir dyggri leiðsögn heimamanna úr Björgunarsveitinni Heiðari í Varmalandi og Björgunarsveitinni Ok Reykholti.

Planið er að ráðstefnan muni hefjast með opnunarfyrirlestri klukkan 17:00 á föstudeginum. Og munum við svo nýta föstudagskvöldið til frekari fyrirlestra. Laugardagurinn verður svo tekinn upp á jökli þar sem til stendur að setja á svið æfingar með öllum tilheyrandi tækjum og tólum. Og vinna í hópum að mismunandi verkefnum. Sunnudagurinn verður svo notaður til samantektar og vinnu í umræðuhópum.

Til stendur að kynna niðurstöðu ráðsefnunnar á Björgun í haust.

Markmiðið með þessari ráðstefnu er að ná saman þeim aðilum sem vinna að þessum verkefnum innan björgunarsveitanna og skoða m.a. hvaða búnað við getum notað við verkefni að þessu tagi. Einnig að samræma hópana í svona aðgerðum.

Þemað verður "öryggi, aðkoma, verklag og búnaður"

Markhópurinn fyrir þessa ráðstefnu eru undanfarar, fjallabjörgunarhópar,tækjafólk með reynslu af jöklaferðum og að sjálfsögðu meðlimir þeirra sveita sem eru sendir upp á jökul í verkefni tengd sprungubjörgun. Þessi ráðstefna er ekki hugsuð fyrir björgunarsveitarfólk með litla eða enga reynslu af jöklum eða sprungubjörgun, æfingum eða útköllum.

Innifalið í ráðstefnugjaldi verður matur alla helgina auk þess geta menn nestað sig á laugardeginum úr morgunverðarhlaðborði. Sund í Varmalandi og gisting í svefnpokaplássi. Auk þess öll gögn sem afhend verða á ráðstefnunni.

Það sem verður ekki innifalið í verðinu er ferðir upp á jökul á laugardeginum

Meira á www.landsbjorg.is


Björgunarsveitin Ok á góðu skriði...

Sæl öll

Minni á að nú styttist í að við opnum okkar eigin heimasíðu. Þangað til látum við þessa síðu duga!!!

 

Framundan er fjölbreytt og skemmtilegt starf, s.s.:

Sala á Neyðarkallinum 5-8. nóvember

Sala á jólatrjám tvær helgar í desember

Útgáfa á Annáli Ok 2009 fyrir áramótin

Sala á flugeldum fyrir áramótin

 

Sem sagt nóg að gera og gaman að vera til.

 

Kv. frá Hvanneyri

Snorri


MYNDIR :)

Þar sem það er mjög tímafrekst þá hef ég ákveðið að setja myndirnar bara inná síðuna mína og setja inn slóðina hérna. Vona að það sé í lagi, ég eyddi 4 tímum að setja inn myndir af sjómannadeginum og kláraði það ekki einu sinni ;)

Hér eru allar myndirnar okkar frá sjómannadeginum við Skorradalsvatn:

http://mercedes.bloggland.is/album/783949/

 

Myndir frá því nokkrir meðlimir Ok fóru að skoða Jet Skiið í Stykkishólmi:

http://mercedes.bloggland.is/album/790012/

 

Myndir frá Útifjör - Brák, Heiðar og Ok buðu uppá ferðir um Langjökul:

http://mercedes.bloggland.is/album/790013/

 

Útkall - Drengur féll ofaní sprungu á Langjökli

 

Vona að þið getið skoðað þetta svona ;)

 

Kristín Jónsdóttir

http://flickr.com/photos/mercedes517

kristinj@emax.is

 


Vandamál með niðurhal mynda leyst - margar nýjar komnar!!!

Sælir notendur

Vandamál með niðurhal mynda á vefinn er nú lokst leyst og eiga allir að geta hlaðið niður myndum samkvæmt lýsingu hér að neðan. Full ástæða er til þess að minnka myndirnar niður í um 450-500 pixla ef þið getið það áður en myndin er hlaðin niður. Þá er það bæði léttara og auðveldara verk. Annars má minnka myndina hér á vefnum líka.

Verið nú dugleg að setja myndir á vefinn -

Kv. Snorri Sig.


Vantar enn netföng - staðan 28. jan !!!

Sæl öll - Enn vantar rúm 40% netfanganna.

Ég hef ekki fengið upplýsingar um netföng þessara sem hér eru fyrir neðan. Bið alla sem þekkja netföng einhverra neðatalinna að senda mér upplýsingar um það. Einhver hlýtur að þekkja viðkomandi, hafa fengið frá honum/henni póst og/eða tekið á móti slíku. Þá er bara að lesa upp netfangið og senda mér tölvupóst!!!

Bestu kveðjur

Snorri Sig, (snorri@lbhi.is

Björn Oddsson Rauðsgili
Brynjar M. Bjarnason Hraunbær 70
Brynjólfur Ó. Einarsson Lundur II
Eyjólfur Hjálmsson Ásbrún 2
Friðbjörn Rósenkar Sigmundarstöðum
Gunnar Bjarnason Hurðarbak
Gunnhildur Geirsdóttir Prestsetrið Reykholdti
Haukur Bjarnason Skáney
Höskuldur Kolbeinsson Stóra Ási
Ingvar Ingvarsson Smáraflöt 10
Jens Meinhard Berg Kjartansgötu 7
Jón Blöndal Langholti
Jón Eyjólfsson Kópareykjum I
Jón Kristleifsson Leirhamrar 4
Jón Þór Þorvaldsson Jórsalir 1
Kalman Stefánsson Kalmanstunga
Kristján Björn Welbes Reykholti Akurgerði
Kristleifur Jónsson Borgarvík 23
Ólafur Magnússon Gilsbakka I, Hvírárs.
Ólafur Már Jónsson Vesturgata 139
Páll Guðmundsson Húsafelli 2
Páll H. Jónasson Signýjarstaðir
Sigríður Harðardóttir Kópareykjum I
Sigurður Einarsson Hellubæ
Sigurður Oddur Ragnarsson Oddsstaðir
Sigurður Pétursson Hellum
Sindri Sveinn Sigurðsson Innstu tungu 1
Soffía E. Egilsdóttir Mávahlíð 28
Sveinbjörn Blöndal Laugarholt
Sveinn Björnsson Varmalandi II
Sveinn Víkingur Þórarinsson Úlfsstöðum II
Þorsteinn Guðmundsson Húsafelli 2
Þorsteinn Júlíusson Laugarbæ
Þorsteinn Kristleifsson Kópavogsbraut 90
Þorvaldur Jónsson Innri Skeljabrekku
Þorvaldur Pálmason Hryggjarseli 5
Þórir Ólafsson Bæheimum


...svona þar til heimasíðan kemst í gagnið!

Hér á þesari síðu er hugmyndin að allir félagar geti hlaðið niður myndum sínum er tengjast starfi björgunarsveitarinnar og þannig getum við betur fylgst með og haldið þessu til haga (Myndaalbúm hér til vinstri). Svo þegar heimasíðan okkar verður sett upp, getum við einfaldlega fært myndirnar yfir!!!

Til þess að hlaða niður myndum, er eftirfarandi gert (ótrúlega einfalt - eitthvað sem allir geta):

Sláðu inn notendanafnið: bjorgunarsveit og svo lykilorð sem þú hefur fengið (Snorri Sig. getur sent þér nýtt lykilorð ef þú hefur týnt því).

Smelltu á "Stjórnborð", u.þ.b. efst fyrir miðjum skjá.

Þá kemur upp lárétt valstika og fyrir henni miðri er "hnappur" sem heitir "Myndir", smelltu þar!

Smelltu nú á "Búa til nýtt albúm" og skýrðu það því nafni sem þér finnst viðeigandi.

Nú er allt tilbúið og þú ýtir á "Bæta við myndum", smellir á "Browse" og velur þá mynd sem þú ætlar að hlaða niður. Það tekur smá tíma fyrir hverja mynd að hlaðast niður (fer eftir stærð þeirra) en svona gerir maður koll af kolli þar til heil myndasería er komin!

Svo er auðvitað hægt að gera allskonar "trix" inn í þessu, en það er líklega ekki það mikilvægasta á þessu stig - þ.e. að læra það.

Með kveðju

Snorri Sig., Hvanneyri


Um bloggið

Björgunarsveitin Ok

Höfundur

Björgunarsveitin Ok

Björgunarsveitin Ok

Reykholti

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 1216
  • IMG 1215
  • Þyrlan - maður - Bátur !
  • Þyrlan - Björgunarmaðurinn !
  • Hífður upp í þyrlu !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband