Fjallabjörgunarráðstefna

Helgina 30. apríl - 2 Maí n.k. mun Björgunarskólinn standa fyrir ráðstefnu um sprungubjörgun.
Staðsetning hennar hefur verið valin að Varmalandi í Borgarfirði.

Björgunarskólinn stóð síðast fyrir fjallabjörgunarráðstefnu árið 2001 og er það orðið löngu tímabært að endurtaka leikinn þar sem sú ráðstefna tókst alveg prýðilega.

Megin inntak ráðstefnunnar verður eins fram er komið sprungubjörgun. Og munum við notast við Langjökulinn í því samhengi, undir dyggri leiðsögn heimamanna úr Björgunarsveitinni Heiðari í Varmalandi og Björgunarsveitinni Ok Reykholti.

Planið er að ráðstefnan muni hefjast með opnunarfyrirlestri klukkan 17:00 á föstudeginum. Og munum við svo nýta föstudagskvöldið til frekari fyrirlestra. Laugardagurinn verður svo tekinn upp á jökli þar sem til stendur að setja á svið æfingar með öllum tilheyrandi tækjum og tólum. Og vinna í hópum að mismunandi verkefnum. Sunnudagurinn verður svo notaður til samantektar og vinnu í umræðuhópum.

Til stendur að kynna niðurstöðu ráðsefnunnar á Björgun í haust.

Markmiðið með þessari ráðstefnu er að ná saman þeim aðilum sem vinna að þessum verkefnum innan björgunarsveitanna og skoða m.a. hvaða búnað við getum notað við verkefni að þessu tagi. Einnig að samræma hópana í svona aðgerðum.

Þemað verður "öryggi, aðkoma, verklag og búnaður"

Markhópurinn fyrir þessa ráðstefnu eru undanfarar, fjallabjörgunarhópar,tækjafólk með reynslu af jöklaferðum og að sjálfsögðu meðlimir þeirra sveita sem eru sendir upp á jökul í verkefni tengd sprungubjörgun. Þessi ráðstefna er ekki hugsuð fyrir björgunarsveitarfólk með litla eða enga reynslu af jöklum eða sprungubjörgun, æfingum eða útköllum.

Innifalið í ráðstefnugjaldi verður matur alla helgina auk þess geta menn nestað sig á laugardeginum úr morgunverðarhlaðborði. Sund í Varmalandi og gisting í svefnpokaplássi. Auk þess öll gögn sem afhend verða á ráðstefnunni.

Það sem verður ekki innifalið í verðinu er ferðir upp á jökul á laugardeginum

Meira á www.landsbjorg.is


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björgunarsveitin Ok

Höfundur

Björgunarsveitin Ok

Björgunarsveitin Ok

Reykholti

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 1216
  • IMG 1215
  • Þyrlan - maður - Bátur !
  • Þyrlan - Björgunarmaðurinn !
  • Hífður upp í þyrlu !

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband